Stök frétt

Read this article in English

Dynjandi við Arnarfjörð er einn vinsælasti áfangastaður ferðafólks á Vestfjörðum. Mikil uppbygging hefur átt sér þar stað. Þjónustugjöld hafa verið innleidd við Dynjanda. Greitt er fyrir hvern bíl sem lagt er. Í sumar standa þar yfir framkvæmdir við nýjan útsýnispall. 

Fyrirkomulag þjónustugjalda

Þjónustugjaldið við Dynjanda er innheimt við bílastæðin. Greitt er fyrir hvern bíl sem lagt er, samkvæmt gjaldskrá Umhverfisstofnunar sumarið 2024:

  • Einkabíll (5 sæta): 750 kr
  • Einkabíll (6-9 sæta): 1000 kr
  • Rútur (10-18 sæti): 2000 kr
  • Rútur (19-32 sæti): 4000 kr
  • Rútur (33-64 sæti): 7500 kr
  • Bifhjól: 300 kr

Aðgangur að salernum er innifalinn í þjónustugjaldi. 

Gestir greiða þjónustugjald með því að fara inn á greiðslusíðu www.ust.is/parking eða með því að skanna QR-kóða á skiltum á staðnum. Búnaður til sjálfvirkrar gjaldheimtu verður settur upp síðar í sumar.

Þjónustugjöldin verða nýtt til reksturs svæðisins, umsjónar salerna og aukinnar landvörslu.

Mynd: Edda Kristín Eiríksdóttir

Gestum hefur fjölgað við Dynjanda í Arnarfirð.

Framkvæmdir við útsýnispalla

Mikil uppbygging hefur átt sér stað við Dynjanda samhliða fjölgun gesta undanfarin ár. Sumarið 2024 standa yfir framkvæmdir við nýja útsýnispalla og tengingar við þá. 

Þjónustugjöldin verða nýtt til reksturs svæðisins, meðal annars umsjón með salernum.

 

Tengt efni: