Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Ísafjarðardjúpi vegna sjókvíaeldis á laxfiskum. Tillaga að starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 29. febrúar til og með 2. apríl 2024 þar sem hægt var að senda inn athugasemdir vegna hennar. Athugasemdir bárust frá þrem aðilum og er gerð grein fyrir þeim í greinargerð en einnig er hægt að skoða þær í hlekk hér að neðan.

Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starfsleyfinu, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.


Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.


Tengd skjöl
Starfsleyfi Arnarlax ehf. Ísafjarðardjúpi
Athugasemdir