Stök frétt

Í dag, þann 11. júní, mælist talsverð mengun frá eldgosinu víða á höfuðborgarsvæðinu og á vestanverðu Suðurlandi. Um er að ræða bæði brennisteinsdíoxíð gas (SO2) og fíngert svifryk sem er súlfat agnir (SO4).

Hæstu gildi SO2 á höfuðborgarsvæðinu eru komin yfir 500 µg/m3 og viðbúið er að þessi mengun verði viðvarandi í allan dag.

  • Fólk sem er viðkvæmt fyrir í öndunarfærum getur fundið fyrir óþægindum.
  • Æskilegt er fyrir alla að takmarka mikla líkamlega áreynslu utandyra en þó ætti að vera í fínu lagi fyrir almennt heilsuhrausta einstaklinga að ganga sinna erindagjörða úti. 
  • Mælt með því að takmarka útiveru og áreynslu utandyra hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri.
  • Forðast skal að láta ungabörn sofa utandyra.

Upplýsingar um loftgæði í dag á loftgæði.is

Almennar upplýsingar um loftmengun frá eldgosum