Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Mynd fengin af heimasíðu rekstraraðila
Umhverfisstofnun hefur fallist á að framlengja gildistíma starfsleyfis Sláturfélags Suðurlands svf. Fossnesi, Selfossi, vegna reksturs sláturhúss. 

Samkvæmt. 4. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir má útgefandi starfsleyfis framlengja gildistíma starfsleyfis meðan nýtt starfsleyfi er í vinnslu, að hámarki til eins árs, hafi fullnægjandi umsókn borist útgefanda. Áform um framlengingu voru auglýst á heimasíðu Umhverfisstofnunar 22. desember 2023 til og með 5. janúar 2024.

Framlenging á starfsleyfi Stjörnuegg hf. er hér með veitt og mun gilda þar til nýtt starfsleyfi er gefið út eða í síðasta lagi til 25. maí 2024.
Ákvörðun Umhverfisstofnunar um framlengingu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu hennar.
 
Tengd skjöl:
Ákvörðun um framlengingu starfsleyfis