Stök frétt

Fulltrúar Umhverfisstofnunar taka þátt í samningaviðræðum um kolefnismarkaði

Fyrri viku  28. Aðildaríkjaþings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (COP28 UAE) er lokið. 

Nicole Keller og Rafn Helgason, sérfræðingar í teymi losunarbókhalds, hafa setið stífar samningaviðræður um útfærslur á 6. grein Parísarsáttmálans um kolefnismarkaði.

Vantar upp á samninga um kolefnismarkaði

Það er mikill þrýstingur á sérfræðingana koma málefnum eins langt og hægt er í fyrstu vikunni. Svo verður ákveðið hvaða málefni verður unnið áfram með í seinni vikunni.

„Við erum að vonast til að okkar samningar fái að færast yfir í næstu viku því við erum ekki komin eins langt og fólk hefði viljað“ segir Rafn, sem telur líklegt að svo verði.

Umræðurnar snúast um að klára drög að samningum um kolefnismarkaði þannig að 6. grein Parísarsáttmálans sé tilbúin til notkunar. Þá er hægt að byrja gera samninga á grundvelli þessar greinar og búa til kolefniseiningar í tvíhliðasamstarfi milli ríkja.

„Vonandi gengur þessi dagur vel og við náum að setja niður á blað einhverskonar texta sem allir geta sætt sig við.“ segir Rafn.

Kolefnismarkaðir mikilvægt tól

Kolefnismarkaðir eru mikilvægt tól til að ná markmiðum Parísarsáttmálans, sem er að halda hlýnun jarðar innan við 2° en helst innan við 1,5°.

„Það er mikil áhersla sett á töluna 1,5° því það er mikið í húfi. Þrátt fyrir tölulegur munur sé lítill er munur á afleiðingunum gríðarlegur“ segir Nicole.

Með kolefnismörkuðum verður vonandi hægt að koma fjármagni í öll verkefni sem skipta máli til að markmiðin náist.

Rafn Helgason og Nicole Keller, úr teymi losunarbókhalds, eru fulltrúar Umhverfisstofnunar á COP28

Rafn Helgason og Nicole Keller, úr teymi losunarbókhalds, eru fulltrúar Umhverfisstofnunar á COP28.