Stök frétt

Eldgos á Reykjanesi 2021 / Mynd: Brian Barr

Umhverfisstofnun hefur tekið saman upplýsingar um loftgæði fram til loka ársins 2021. 

Styrkur svifryks, brennisteinsdíoxíðs, köfnunarefnisdíoxíðs og brennisteinsvetnis í andrúmslofti var innan heilsuverndarmarka á öllum mældum stöðum árið 2021. Efnin mældust ekki oftar yfir heilsuverndarmörkum en leyfilegt er að undanskildu SO2 sem fór yfir heilsuverndarmörk vegna eldgoss á Reykjanesi.  

Helstu niðurstöður: 

  • Samdráttur hefur verið á ársmeðaltal svifryks (PM10) frá árinu 2015 nema í Dalsmára í Kópavogi og Hvaleyrarholti í Hafnarfirði.  
  • Ársmeðaltal köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) jókst töluvert árið 2021 á Akureyri miðað við árið 2020 en ekki eins mikið á öðrum stöðum.  
  • Ársmeðaltal brennisteinsdíoxíðs (SO2) jókst á flestum stöðum en það má rekja til eldgoss á Reykjanesi.  
  • Litlar breytingar urðu á ársmeðaltalsstyrk brennisteinsvetnis (H2S) árið 2021 samanborið við árið á undan. 

Loftgæði á Íslandi – Samantekt ársskýrslu 2021 

Loftgæði á Íslandi – Ársskýrsla 2021 

Í ársskýrslunni er farið yfir mengunarmælingar frá mælistöðvum loftgæða á Íslandi og þær settar í samhengi við íslenskar reglugerðir. Gögn um loftgæði eru fengin úr loftgæðaupplýsingakerfi Umhverfisstofnunar, Airviro, og hafa verið sett fram í skýrslunni í formi mynda og taflna. 

Ársskýrslan er fimmta samantekt sinnar tegundar á Íslandi, en henni fylgir fylgiritið: Loftgæði á Íslandi – Umhverfisvísar, vöktun og uppsprettur