Stök frétt

Á næstu dögum hefjast framkvæmdir við náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði vegna uppsetningar þriggja nýrra útsýnispalla

Svæðið hefur verið friðlýst frá árinu 1981 en það er einn fjölsóttasti áfangastaður ferðamanna á Vestfjörðum. Pallarnir munu auka öryggi gesta, aðgengi og upplifun ásamt því að auðvelda stýringu m.t.t. gróðurverndar.     

Framkvæmdum sem þessum fylgir bæði truflun fyrir gesti og jarðrask og fyrirsjáanlegt er að sjá muni á gróðri í nágrenni fossanna að þeim loknum. Árstíminn og tíðin vinnur þó með verktökum og þess mun verða gætt eftir fremsta megni að raski verði haldið í lágmarki og lagfært eins og hægt er.

Aðgengi að göngustígnum sem liggur upp með fossaröðinni verður takmarkað þá daga sem þyrluflutningar fara fram.

 

Tengt efni: