Stök frétt

Fimmtán sekkir af rusli voru fjarlægðir úr Engey í strandhreinsun þann 27. október 2023.

Rúmlega eitt og hálft tonn af rusli var fjarlægt úr Engey í strandhreinsun föstudaginn 27. september. Starfsfólk Umhverfisstofnunar tók þátt í hreinsun í eynni sem var skipulögð af kvensiglingafélaginu Seiglunum

Nemendur í Skipstjórnarskólanum og Véltækniskólanum tóku einnig þátt í hreinsuninni, Björgunarsveitin Ársæll ferjaði ruslið í höfn og Faxaflóahafnir komu því til endurvinnslu. 

Hópurinn hreinsaði upp rúmlega fimmtán stóra sekki af rusli eða alls 1670 kg. Frauðplast, neytendaplast, dekk, veiðarfæri og málmúrgangur var áberandi. 

Þátttakendur voru ferjaðir á skútunni Ópal frá Norðursiglingu og akkeri lagt við Engey. Þaðan var fólkið svo flutt á gúmmíbátum í eyjuna. 

Engey er á náttúruminjaskrá og þar eru varpstöðvar allmargra fuglategunda, til dæmis lunda. Nágrannaeyjarnar Akurey og Lundey eru friðlýstar. 

Tengt efni: