Stök frétt

Ertu 60 ára og eldri og hefur nokkrar mínútur aflögu til að svara könnun?  Opna könnun

Umhverfisstofnun tekur þátt í alþjóðlegu ERASMUS+ verkefni sem kallast Grey4Green. Verkefnið hófst í ársbyrjun 2023.

Grey4Green snýst um að þróa sjálfboðaliðaverkefni í náttúruvernd meðal fólks sem er eldra en 60 ára. Markmiðið er að efla þennan aldurshóp til virkrar þátttöku í umhverfismálum og stuðla í leiðinni að félagslegum og persónulegum vexti.

Verkefnið er að fara af stað á Íslandi og fyrsti liðurinn er að kanna áhuga fólks og fá hugmyndir að verkefnum. 

Umhverfisstofnun óskar eftir aðstoð fólks 60 ára og eldri við að fylla út þessa stuttu könnun: https://forms.gle/tRDsmzerfeUTu1j47

Ef þið hafið áhuga að skipuleggja eitt verkefni eða verða sjálfboðaliðar endilega sendið okkur línu á volunteer@ust.is 

Nánari upplýsingar um verkefnið: https://grey4green.eu/is/