Stök frétt

Mynd: Eldgos á Reykjanesi vorið 2021 / Unsplash

Allur akstur vélknúinna ökutækja við gosstöðvarnar við Litla – Hrút er óheimill.

Umhverfisstofnun er heimilt, ef nauðsyn krefur, að veita sérstakt leyfi til að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við viðhalds skála og neyðarskýla og vegna kvikmyndagerðar, enda er ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt, sbr. 2. mgr. 31. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.

Hægt er að sækja um undanþágur frá banni við akstri utan vega í þjónustugátt Umhverfisstofnunar

Fjölmiðlar skulu einnig sækja um undanþágu með þessum hætti. 

Afgreiðslutími umsókna er allt að 3 vikur (15 vinnudagar).