Stök frétt

Mynd: Eldgos á Reykjanesi vorið 2021 / Ael Kermarec

Vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesi vill Umhverfisstofnun ítreka að allur akstur utan vega er óheimill skv. 31. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013, þ.m.t. akstur vélhjóla og buggybíla. Undanþágur frá banninu snúa m.a. að björgunarstörfum, lögreglustörfum og rannsóknum stofnana sem hafa lögbundið rannsóknarhlutverk skv. lögum viðkomandi stofnana.


Umhverfisstofnun er heimilt að veita undanþágur frá banninu ef nauðsyn krefur vegna m.a. kvikmyndatöku, enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt.

Varðandi undanþágur frá banni við akstri utan vega við gosstöðvarnar, þá mun Umhverfisstofnun meta hvort og þá hvar unnt geti verið að veita undanþágur frá banninu í samráði við almannavarnir, björgunarsveitir og aðra aðila eftir atvikum.