Stök frétt

Búið er að skipta út skaðlegu gúmmikurli á um 88% leikvalla á landinu. Þetta kemur fram í samantekt Umhverfisstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um útskiptingu á skaðlegu gúmmíkurli yfir í hættuminna kurl á leik- og íþróttavöllum.

Um 65% sveitarfélaga svöruðu könnun um útskiptingu kurls á leikvöllum   en þau standa á bak við 92,4% íbúa í landinu. Það eru 250 leik- og íþróttavellir með gervigrasi í landinu öllu og búið var að skipta yfir í hættuminna kurl á 88% vallanna í árslok 2022.

Samantektin var unnin árið 2022 samkvæmt áætlun Umhverfis-, orku, og loftslagsráðuneytisins frá 6. janúar 2017.

 

Tengt efni: