Ársskýrsla Umhverfisstofnunar fyrir árið 2022 er komin út.
Í skýrslunni má finna:
Í skýrslunni er farið yfir þrjú stór verkefni sem einkenndu árið.
Fyrsta vatnaáætlun Íslands var staðfest í apríl 2022. Hún markar tímamót í innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins á Íslandi. Vatnaáætlunin er mikilvægt stýritæki sem rammar inn samvinnu og stefnu stjórnvalda, aðgerðir, vöktun og önnur mikilvæg skref til að stuðla að verndun vatnsauðlindarinnar á Íslandi til ársins 2027.
Árið 2022 náði þekking Íslendinga á Svansmerkinu sögulegu hámarki og mælist nú um 93%. Umsóknum um Svansleyfi og framboði Svansvottaðra vara á Íslandi fjölgar stöðugt.
Gígur - nýtt sameiginlegt húsnæði Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs, Landgræðslunnar og Náttúrufræðirannsóknarstöðvarinnar í Mývatnssveit var opnað á Skútustöðum í Mývatnssveit þann 30. maí. Gígur skapar spennandi tækifæri til að efla og styrkja náttúruvernd, nýsköpun og byggð á svæðinu.
Í ársskýrslunni eru dregnar fram ýmsar lykiltölur sem gefa vísbendingu um ástand umhverfisins. Til dæmis: