Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Daniel Montalvo

Umhverfisstofnun og Festa bjóða upp á masterclass með Daniel Montalvo í tengslum við þátttöku hans í Loftslagsdeginum 2023 

Viðburðurinn fer fram þann 5. maí 2023 kl. 9:00 – 10:30 á Hilton Hótel, Salur D
Skráning: www.ust.is/danielmontalvo

Í erindinu mun Daniel tengja við alþjóðlega stefnumótun og skuldbindingar og fara yfir fjölmörg dæmi þar sem aftenging hefur tekist.

Í lokin gefst tækifæri fyrir spurningar og samtal.

Daniel er stjórnandi sjálfbærrar auðlindanýtingar og iðnaðar hjá Umhverfisstofnun Evrópu. Hann hefur unnið hjá Umhverfisstofnun Evrópu í 10 ár og fengist við losun iðnfyrirtækja, stefnumótandi áherslur við innleiðingu hringrásarhagkerfis, hráefnanýtingu og tengingar iðnaðar og umhverfis.