Stök frétt

Mynd: Hafþór Snjólfur Helgason

Umhverfisstofnun, landeigendur og Múlaþing vinna að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð. Liður í þeirri vinnu verður íbúafundur í Hjaltalundi mánudaginn 17. apríl kl. 16:00.

Á fundinum verður farið yfir þá vinnu sem átti sér stað í aðdraganda friðlýsingar, farið yfir tilgang stjórnunar- og verndaráætlana ásamt því að skoða hvar vinna er stödd fyrir téða áætlun.

Í stefnumótunarhluta fundarins er áhersla á að setja fram hugmyndir að innviðauppbyggingu og þeim breytingum sem þörf er á að setja á áætlun. Fyrst verður farið á hugarflug þar sem fundargestir festa á blað allar raunhæfar hugmyndir sem fram koma. Næsta skref er að líta yfir hugmyndirnar og setja fram grófa forgangsröðun.

Fundurinn verður sendur út fyrir þá sem ekki komast í Hjaltalund, hlekkur á streymi: http://www.ust.is/kynningarfundur-í-Hjaltalundi-Múlaþingi

Tengt efni:
Dagskrá fundarins
Landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð
Stjórnunar- og verndaráætlanir í vinnslu