Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka tímabundið svæðinu við Fjaðrárgljúfur í Skaftárhreppi, þ.m.t. göngustíg og bílastæði, fyrir ferðamönnum.

Núverandi göngustígur og umhverfi hans er mjög illa farið vegna mikils fjölda ferðamanna samhliða vorleysingum. Von er á mikilli rigningu á næstu dögum þar sem hætta er á að stígurinn skemmist enn frekar ef ekki verður brugðist við. 
 
Lokunin tekur gildi klukkan 09:00 fimmtudaginn 6. apríl.

Stefnt er að því að endurskoða lokunina innan tveggja vikna. Ef svæðið verður í stakk búið til að taka á móti gestum án þess að hætta sé á frekari skemmdum, verður svæðið opnað fyrr. 
  
Lokunin er samkvæmt 25. gr. a laga nr. 60/2013 um náttúruvernd en við undirbúning lokunarinnar var aflað umsagna frá hagsmunaaðilum.

Fjaðrárgljúfur í Skaftárhreppi er lokað tímabundið vegna mikillar bleytu á svæðinu.