Drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir landslagsverndarsvæði í Þjórsárdal er nú í 6 vikna kynningarferli. Svæðið var friðlýst í janúar 2020.
Áætlunin var unnin af fulltrúum frá Umhverfisstofnun, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Skógræktinni, Minjastofnun Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Meginmarkmið með gerð stjórnunar- og verndaráætlunar er að leggja fram stefnu um verndun landslagsverndarsvæðisins og hvernig viðhalda skuli verndargildi þess þannig að sem mest sátt ríki um.
Í áætluninni er lögð fram stefnumótum til framtíðar, ásamt aðgerðaáætlun til þriggja ára.
Áætlunin er sett fram í samræmi við 81. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.
Óskað er eftir athugasemdum frá almenningi við drögin að áætluninni. Skilfrestur athugasemda er til 24. apríl. Senda inn athugasemd.
Stjórnunar- og verndaráætlunin fyrir Þjórsárdal er sú fyrsta sem er sett fram í nýju útliti hjá Umhverfisstofnun. Með nýrri framsetningu er vonast til þess að áætlanirnar séu aðgengilegri, myndrænni og gefi betri innsýn í sérstöðu svæðanna.
Mynd: Skilafrestur athugasemda við drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir landslagsverndarsvæðið í Þjórsárdal er til 24. apríl.
Tengt efni: