Stök frétt

Mynd: Eva Brnusakova, landvörður á Geysi / Ljósm: Þórdís Björt Sigþórsdóttir.

Umhverfisstofnun auglýsir landvarðanámskeið 2023. Þátttaka í námskeiðinu veitir réttindi til að starfa sem landvörður. Menntaðir landverðir ganga alla jafna fyrir við ráðningar í störf.

Námskeiðið er 110 klst. og eru megin umfjöllunarefnin eftirfarandi:

Helstu störf landvarða
Náttúruvernd og stjórnsýsla náttúruverndarmála 
Verðmæti friðlýstra svæða, náttúra, menning og saga
Gestir friðlýstra svæða
Mannleg samskipti
Náttúrutúlkun, fræðsla á friðlýstum svæðum, bóklegt og verklegar æfingar 
Vinnustaðir landvarða
Öryggisfræðsla

Mynd: Mannleg samskipti eru snar þáttur í störfum landvarða.

Námskeiðið hefst 2. febrúar og lýkur 26. febrúar. Kennt er um helgar milli kl. 9 og 14 og á fimmtudags- og föstudagskvöldum frá kl. 17.

Námskeiðið er fjarkennt á Teams þrjár helgar en ein staðlota verður í náminu og stendur hún frá miðvikudags eftirmiðdegi og fram á sunnudag. Staðlota er vettvangsferð haldin úti á landi og er skyldumæting í hana. 

Gert er ráð fyrir töluverðri heimavinnu til viðbótar við mætingarskyldu á fyrirlestra og umræðufundi. Fyrirlestrar verða teknir upp en nemendur sem missa af umræðum vinna verkefni í stað umræðnanna.

Námskeiðsgjaldið 2023 er kr. 155.000,- og er allur kostnaður við vettvangsferðina innifalin í því verði.

Nánari upplýsingar

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar eða hjá Kristínu Ósk Jónasdóttur, teymisstjóra í teymi náttúruverndarsvæða.

 

Mynd: Kort af friðlýstum svæðum á Íslandi.