Stök frétt

Mynd: Krystian Tambur - Unsplash

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi fyrir Benchmark Genetics Iceland hf. að Kalmanstjörn á Reykjanesi. Um er að ræða landeldi á laxfiskum með allt að 600 tonna lífmassa á hverjum tíma.

Tillaga að starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 17. október 2022 til og með 14. nóvember 2022 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Ein athugasemd barst vegna tillögunnar og er gert grein fyrir henni í greinargerð. Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starfsleyfinu, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl
Ákvörðun um útgáfu starfsleyfis BGI hf. Kalmanstjörn
Starfsleyfi BGI hf. Kalmanstjörn
BAT for fiskopdrætt i Norden