Stök frétt

Mynd: Glenn Carstens Peters - Unsplash

Tekin er í gildi ný reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Reglugerðin kveður á um skráningu tiltekins atvinnurekstrar í miðlæga rafræna gátt í stað starfsleyfisskyldu. Reglugerðin tók gildi þann 15. nóvember 2022.

Umhverfisstofnun boðar til kynningarfundar um reglugerðina rafrænu gáttina þriðjudaginn 29. nóvember frá kl. 10:00 – 11:00. Fundurinn verður haldinn á Teams. 
Hlekkur á streymi

Ef eitthvað er óljóst varðandi reglugerðina eða rafrænu gáttina má gjarnan senda inn spurningar og reynt verður að svara þeim á kynningarfundinum. Senda inn nafnlausa spurningu.

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar um reglugerðina