Þrátt fyrir að Plastlaus september sé liðinn viljum við halda áfram að draga úr óþarfa plastnotkun. Umhverfisstofnun efndi til opins fyrirlestrar um ábyrga plastnotkun í atvinnulífinu fimmtudaginn 13. október frá kl. 11-12 í beinu streymi.
Í fyrirlestrinum veltum við upp eftirfarandi spurningum:
Í aðgerðaráætlun um plastmálefni eru fyrirtæki í íslensku atvinnulífi hvött til að leggja áherslu á ábyrga notkun plasts, nýta þær lausnir sem til eru og skapa nýjar lausnir þar sem það er mögulegt. Umhverfisstofnun birti nýlega upplýsingar á vefnum Saman gegn sóun sem eiga að auðvelda fyrirtækjum að hefja þessa vegferð.
Opið var fyrir spurningar frá þátttakendum. Við höttum áhugasama einnig til að senda inn spurningar fyrir fram á: ust.is/spurningar-um-plast
Fyrirlesturinn flutti Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.