Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Þrátt fyrir að Plastlaus september sé liðinn viljum við halda áfram að draga úr óþarfa plastnotkun. Umhverfisstofnun efndi til opins fyrirlestrar um ábyrga plastnotkun í atvinnulífinu fimmtudaginn 13. október frá kl. 11-12 í beinu streymi.

Upptaka af fyrirlestrinum

Efnistök

Í fyrirlestrinum veltum við upp eftirfarandi spurningum:  

 • Af hverju er plast vandamál?  
 • Hvað geta fyrirtæki gert til að draga úr plastnotkun?  
 • Hvernig einnota umbúðir eigum við að velja ef þær reynast nauðsyn?  
 • Hvað felur tilskipun ESB um að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið í sér?  

Fyrir hverja?   

 • Verslanir  
 • Heild- og smásölur  
 • Umbúðahönnuði   
 • Framleiðendur 
 • Stofnanir  
 • Skóla   
 • Önnur fyrirtæki   
 • Alla sem hafa áhuga á plastmálefnum   

Aðgerðaáætlun um plast

Í aðgerðaráætlun um plastmálefni eru fyrirtæki í íslensku atvinnulífi hvött til að leggja áherslu á ábyrga notkun plasts, nýta þær lausnir sem til eru og skapa nýjar lausnir þar sem það er mögulegt. Umhverfisstofnun birti nýlega upplýsingar á vefnum Saman gegn sóun sem eiga að auðvelda fyrirtækjum að hefja þessa vegferð.   

Hvað viljið þið vita um plast?

Opið var fyrir spurningar frá þátttakendum. Við höttum áhugasama einnig til að senda inn spurningar fyrir fram á: ust.is/spurningar-um-plast


Fyrirlesturinn flutti Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.   

Viðburðurinn á Facebook