Stök frétt

Mynd - Unsplash

Umhverfisstofnun hefur nú gefið út nýjar leiðbeiningar til aðstoðar við val á fráveitulausnum og umhirðu. Töluverð þróun hefur orðið á fráveitulausnum og ýmislegt í boði svo sem tilbúnar hreinsistöðvar þar sem hreinsunin fer fram í einni einingu, sérstök salerni, hreinsun í tilbúnu votlendi ásamt hefðbundnari lausnum eða rotþró og siturbeði. 

Ýmsa þætti þarf að hafa í huga þegar velja á fráveitulausn s.s. umhverfi, staðsetningu hreinsivirkis, nálægð við grunnvatn og fleira enda er fráveita mengunarvarnabúnaður og afar mikilvægur sem slíkur.

Heilbrigðisnefndir hafa eftirlit með fráveitum og þegar fráveitulausn er valin skal fá leyfi frá heilbrigðisnefnd og tryggja að staðsetning fráveitu komi fram á lóðaruppdrætti húsa skv. byggingareglugerð. Slíkt er nauðsynlegt til að auðvelda eftirlit og losun á seyru. Einnig þarf að gæta þess að fá fagaðila til að sjá um frágang hreinsivirkis og losun seyru.


Tengt efni: