Stök frétt

Mynd: Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri Svansins á Íslandi og Ásgeir Ívarsson, framkvæmdarstjóri og stofnandi Gefn.

Efnasprotafyrirtækið Gefn fékk afhent Svansleyfi í tveimur vöruflokkum við hátíðlega athöfn þann 9. september. Um er að ræða fyrstu íslensku Svansvottunina í flokknum viðhaldsvörur fyrir farartæki en einnig fær fyrirtækið vottun í vöruflokknum hreinsiefni og fituleysir fyrir iðnað.

Gefn er íslenskt sprotafyrirtæki sem þróar tækni sem umbreytir úrgangi og útblæstri í umhverfisvæna efnavöru. Fyrirtækið mun á næstunni hefja framleiðslu á umhverfis- og heilsuvænum hreinsiefnum í samstarfi við valda aðila. Við framleiðslu hreinsiefnanna eru notuð innlend hráefni unnin úr úrgangi. Kolefnisspor hráefnanna er þannig haldið í lágmarki og geta þau komið í stað varasamra efna sem alla jafna eru unnin úr jarðefnaeldsneyti, eins og t.d. terpentínu og annara rokgjarna lífrænna leysiefna.

Sjá nánar á heimasíðu Svansins.

Mynd: Sprotafyrirtækið Gefn þróar tækni sem umbreytir úrgangi og útblæstri í umhverfisvæna efnavöru.