Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mynd: Þórdís Björt Sigþórsdóttir

Í dag undirritaði umhverfis-, orku-og lofslagsráðherra stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Geyssisvæðið að viðstöddum forsætisráðherra og starfsfólki Umhverfisstofnunar og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins.

Geysissvæðið var friðlýst sem náttúruvætti þann 17. júní 2020.

Svæðið er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar. Fjölmargir hverir og laugar eru á svæðinu og eru goshverirnir Geysir og Strokkur þeirra þekktastir. Á svæðinu er einnig hverahrúður á stóru samfelldu svæði.

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Geysi er ætlað að vera stefnumótandi skjal, unnið í samvinnu við rétthafa lands og sveitarfélag og er hugsað sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun Geysis og hvernig viðhalda skuli verndargildi svæðisins þannig að sem mest sátt ríki um. 

Stjórnunar- og verndaráætlun

Hér má lesa meira um Geysissvæðið


Myndir: Þórdís Björt Sigþórsdóttir