Stök frétt

Bláskelin, viðurkenning umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir, verður afhent á málþingi Plastlauss september í Veröld – húsi Vigdísar þann 15. september kl. 17.

Í ár komust þrír aðilar í úrslitahóp en þeir eru, í stafrófsröð:

  • Krónan
  • Marea  
  • SPJARA

Nánari upplýsingar um tilnefnda aðila og þeirra frábæru plastlausu lausnir má finna á heimasíðu Saman gegn sóun

Í dómnefnd Bláskeljarinnar í ár sátu Áslaug Hulda Jónsdóttir, aðstoðarmaður háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Skúli Þórðarson, sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, Freyr Eyjólfsson verkefnastjóri hjá Sorpu og Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir fyrir hönd Ungra Umhverfissinna.

Við hvetjum áhugasama til að mæta og hlýða á áhugaverðar umræður og sjá hver hlýtur Bláskelina í ár. Málþingið ber heitið Plastvandinn – reddast þetta? og munu brautryðjendur og sérfræðingar frá fyrirtækjum, háskólasamfélaginu, félagasamtökum og stjórnvöldum ræða viðbrögð við plastmengun og hvernig við getum unnið saman. Frítt inn og allir velkomnir!

Sjá viðburð á Facebook hér