Stök frétt

Vinna við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg er í fullum gangi.

Fulltrúar Umhverfisstofnunar í samstarfshópnum um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Látrabjarg fóru nýverið í vettvangsferð um svæðið. Það voru Edda Kristín Eiríksdóttir, sérfræðingur á sunnanverðum Vestfjörðum og Þórdís Björt Sigþórsdóttir, teymisstjóri í teymi friðlýsinga og áætlana.  

Mynd: Edda Kristín Eiríksdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sunnanverðum Vestfjörðum.

Fulltrúar Umhverfisstofnunar, Vesturbyggðar og landeigenda vinna að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Látrabjarg.  

Markmið með stjórnunar- og verndaráætlun er að marka stefnu fyrir framtíð Látrabjargs og hvernig viðhalda skuli verndargildi þess. 

Látrabjarg var friðlýst sem friðland í mars árið 2021. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda sérstætt lífríki Látrabjargs og búsvæði fugla og viðhalda náttúrulegu ástandi svæðisins og landslagi. 

Mynd: Salernin á Brunnum eru rétt utan friðlandsmarka en þjóna gestum þess.

Samkvæmt 81. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd er eitt af hlutverkum Umhverfisstofnunar að annast gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði. 

Ljósmyndari: Þórdís Björt Sigþórsdóttir.

Tengt efni: 

       

Mynd: Edda Kristín Eiríksdóttir, sérfræðingur á sunnanverðum Vestfjörðum og Þórdís Björt Sigþórsdóttir, teymisstjóri í teymi friðlýsinga og áætlana.