Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun, Orka náttúrunnar, Verkís og Landbúnaðarháskóli Íslands standa fyrir vinnustofu fyrir náttúrumiðaðar lausnir fyrir vatnavistkerfi dagana 5. og 6. september 2022.

Samfélagslegar áskoranir vegna breytinga á umhverfi og loftslagi kalla á breytta nálgun lausna við umhverfis- og auðlindanýtingu. Náttúrumiðaðar lausnir eru ein þeirra lausna og felast í aðgerðum til að vernda, nýta á sjálfbæran hátt, endurheimta náttúruleg og breytt vistkerfi með það að markmiði að vernda lífbreytileika og auka velferð fólks.

Markmið vinnustofunnar er að kynna fyrir þátttakendum náttúruvænar lausnir við framkvæmdir í vatnavistkerfi.

Fyrri daginn verða almennar kynningar um náttúrumiðaðar lausnir, staða mála á Íslandi og verkefnum frá Noregi og Bretlandi. Eftir hádegismat verður boðið upp á þrjá vinnuhópa þar sem farið verður yfir hagnýtar náttúrumiðaðar lausnir við framkvæmdir í árfarvegum, í votlendi og við endurheimt á landi. 

Þann 6. september verður farið í vettvangsferð á nokkra staði þar sem náttúrumiðuðum lausnum hefur verið beitt og hægt verður að ræða þær útfærslur við sérfræðinga.

Vinnustofan er haldin í samstarfi við breska sérfræðinga á sviði endurheimtar vatnavistkerfis: CBEC – Restoration specialists for the water environment og Salix – Building with nature og McGowan Environmental Engineering - Naturally Different.

Vinnustofan er fyrir alla áhugasama en líka frábært tækifæri fyrir hönnuði og tæknimenntað fólk að koma og fá leiðbeiningar frá sérfræðingum í faginu.

Vinnustofan kostar 9.000 kr. og er allt innifalið í því verði (matur, rúta, erlendir sérfræðingar).

OR mun planta fimm birkitrjám á hvern þátttakenda til kolefnisjöfnunar á vinnustofunni.

Nánari upplýsingar

Miðar