Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mynd: Eldgos á Reykjanesi vorið 2021 / Unsplash

Fjölmiðlar sem óska eftir að aka utan vega að gosstöðvum í Geldingadölum þurfa að:

  • Senda inn umsókn um heimild hjá Umhverfisstofnun fyrir hverri ferð
  • Bíða eftir skriflegu svari Umhverfisstofnunar við umsókn 
  • Getað framvísað heimildinni á staðnum

Umsóknir eru afgreiddar samdægurs berist þær á opnunartíma stofnunarinnar. 

Samkvæmt ákvæðum 31. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd er óheimilt að aka vélknúnum ökutækjum utan vega, þ.m.t. slóða og stíga. 

Þó er heimilt, skv. 2. mgr. ef nauðsyn krefur að aka vélknúnum ökutækjum utan vega m.a. vegna björgunarstarfa, lögreglustarfa, sjúkraflutninga, rannsókna og landmælinga enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt. 

Á grundvelli 2. mgr. 31. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 getur Umhverfisstofnun veitt fjölmiðlum tímabundna heimild, sbr. 13. tl. 1. mgr. 2. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011, til aksturs utan vega að gosstöðvum í Geldingadölum eftir Merardalaleið vegna kvikmyndatöku, enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt.

Ökutæki skulu vera á að lágmarki 35 tommu dekkjum.

Fjölmiðlum ber að sækja um heimild á eyðublaðinu hér fyrir neðan og fá svar frá Umhverfisstofnun um hvort heimild til fararinnar sé veitt.

Umhverfisstofnun ítrekar að fara verður eftir fyrirmælum lögreglu og björgunarsveita á svæðinu í hvívetna.

Ákvörðun þessi gildir til 29. ágúst 2022 og verður hún þá endurmetin, einnig ef aðstæður breytast á svæðinu fyrir þann tíma. 

Umsókn um akstur fjölmiðla að gosstöðvunum