Stök frétt

Mynd: Loftgæðamælar Umhverfisstofnunar vakta loftgæði alla daga ársins.

Frá fyrstu mínútu eldgossins í Merardölum birtu loftgæðastöðvar Umhverfisstofnunar upplýsingar um loftgæði í þéttbýli á loftgaedi.is

Loftgæðastöðvarnar þjóna annars því hlutverki að vakta loftgæði vegna umferðar og iðnaðar.

Um leið og þörf krefur, eins og þegar eldgos hefst, er mælinganetið styrkt og þétt í samvinnu við Veðurstofu Íslands.

Á loftgaedi.is eru leiðbeiningar um hvernig við lesum úr litunum sem birtast á mælunum og hvernig skal bregðast við.