Stök frétt

Mynd: Skógarkerfill / Unsplash

Umhverfisstofnun hefur opnað fræðsluvef um ágengar tegundir á Íslandi. Opnun vefsins er hluti af Norrænu samstarfsverkefni um ágengar tegundir. 

Skoða fræðsluvefinn

Ágengar framandi tegundir sem sleppa út í náttúruna geta dreift sér hratt yfir stór svæði. Þessar tegundir ógna líffræðilegum fjölbreytileika og breyta landslagi

Að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika er mikilvægur þáttur í að viðhalda lífsgæðum okkar á jörðinni. Auðlindir og náttúrulegir ferlar sem eru okkur lífsnauðsynlegir byggjast á því að líffræðileg fjölbreytni sé til staðar.

Ágengar tegundir breyta næringarframboði í jarðveginum. Innlendar plöntur sem fyrir eru eiga því erfitt uppdráttar. Tegundir eins og Bjarnarkló geta auk þess ógnað heilsu fólks og ýtt undir jarðvegseyðingu.

Fræðsluefni fyrir almenning og skólastarf

Markmið með fræðsluvefnum er að upplýsa almenning um ágengar tegundir og vekja athygli á þessum málaflokki. 

Á vefnum má finna leiðbeiningar fyrir kennara sem hafa áhuga á að koma fræðslu um ágengar tegundir að í skólastarfinu. Þar eru einnig tillögur að verkefnum. 

Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og er unnið í samstarfi Umhverfisstofnunar og garðyrkjufélaga á Norðurlöndunum.  

Mynd: Skógarkerfill er ágeng framandi plöntutegund. Skógarkerfill er mjög lífsseigur og þegar hann hefur myndað þykka breiðu er nánast ógerningur að uppræta hann / agengar.is