Stök frétt

Sigrún Ágústsdóttir forstjóri

Á árinu 2021 höfðu 75 ríkisaðilar skilað loftslagsstefnu sinni til Umhverfisstofnunar. Græn skref í ríkisrekstri hafa jákvæð áhrif á samdrátt í losun.

Um þetta er fjallað í ársskýrslu Umhverfisstofnunar fyrir árið 2021. Árið 2021 voru 444 græn skref stigin af vinnustöðum ríkisins um allt land sem 16.364 starfsmenn tóku þátt í. Að baki hverju skrefi sem stigið er liggja á bilinu 25-40 aðgerðir sem farið hefur verið í, stórar sem smáar.

Sem dæmi um aðgerðir má nefna:

  • Notkun orkusparandi stillinga á raftækjum
  • Mælingu á matarsóun
  • Uppsetningu rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar
  • Kröfur um minna af umbúðum frá birgjum

Ríkisaðilar sem taka þátt í Grænu skrefunum gera kröfur til þjónustuaðila sinna um bætt umhverfisstarf. Þannig ganga ríkisaðilar fram með góðu fordæmi og nauðsynlegt er að halda áfram á þeirri braut. Hér er myndband um Græn skref: