Árið 2021 var farið í fyrirvaralaus eftirlit til innflytjenda rafhlaðna, rafgeyma og raf- og rafeindatækja, sem höfðu ekki fengið eftirlitsheimsókn áður.
Öll frávik voru leyst án þess að til þvingunarúrræða kæmi.
Mynd: Tunnumerkið.
Eftirlit Umhverfisstofnunar miðar að því að auka söfnun og endurvinnslu á raf- og rafeindatækjum, rafhlöðum og rafgeymum.
Markmið þess er að fylgja eftir banni á tilteknum skaðlegum efnum í rafhlöðum og rafgeymum og sjá til þess að upplýsingagjöf fyrirtækja til viðskiptavina sé fullnægjandi.
Frávikum í eftirliti hefur fækkað verulega undanförnum árum. Frá árinu 2015 fækkaði frávikum úr 64% tilvika í 9% árið 2021.
Flest frávikin voru vegna vöntunar á merkingum vara með tunnumerkinu og upplýsingum til kaupenda.
Þessi þróun bendir til þess að framleiðendur og innflytjendur hafi á undanförnum sex árum verulega bætt úr merkingum á raf- og rafeindtatækjum og rafhlöðum/ -geymum, móttöku á notuðum rafhlöðum og rafgeymum og upplýsingum varðandi flokkun og skil.
Því má draga það ályktun að verulegur ávinningur hafi verið af virku eftirliti stofnunarinnar á síðustu árum.
Sjá nánar í skýrslu Umhverfistofnunar um eftirlit með raf- og rafeindatækjum, rafhlöðum og rafeymum árið 2021.
Fyrir frekari upplýsingar um magn og endurvinnslu á raf- og rafeindatækjum og rafhlöðum og rafgeymum er hægt að skoða tölfræði.
Á árinu 2020 fór af stað söfnunarátak um skil á rafhlöðum og raf- og rafeindatækjaúrgangi. Umhverfisstofnun og Úrvinnslusjóður unnu saman að verkefninu í þeim tilgangi að auka skil á raf- og rafeindatækjum, rafhlöðum og ljósaperum til endurvinnslu eða endurnýtingar. Sjá nánar á Grænn lífstíll.
Þátttakendur voru fjögur sveitarfélög og ein til tvær verslanir innan hvers þeirra. Sveitarfélögin voru:
Haft var í huga að færa söfnunina nær almenningi. Það var settur upp söfnunarkassi í matvöruverslununum, þar sem almenningur gat skilað inn rafhlöðum, litlum raftækjum, ljósaperum og flúrperum.
Mynd: Söfnunarkössum fyrir skil á rafhlöðum, litlum raftækjum, ljósaperum og flúrperum var komið fyrir í verslunum.
Þrátt fyrir lágt hlutfall samanborið við heildarsöfnun, gæti verkefnið þó nýst til þess að greina betur hvernig hægt er að koma skilaboðunum til neytenda. Vitundarvakning, aukin umræða og hugarfarsbreyting sem leiðir til minnkunar á raftækjum og rafhlöðum í blönduðum úrgangi eru jafnframt mikilvægir ávinningar af svona verkefni.
Eftirlit Umhverfisstofnunar byggir á lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, reglugerð nr. 1020/2011 um rafhlöður og rafgeyma og reglugerð nr. 1061/2018 um raf- og rafeindatækjaúrgang.
Skoða nánari niðurstöður eftirlits og eftirlitsáætlanir með rafhlöðum og rafgeymum og raf- og rafeindatækjaúrgangi.
Frekari upplýsingar veitir teymi hringrásarhagkerfis.