Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillög að breytingu á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. í Dýrafirði. Um er að ræða breytingu sem heimilar rekstaraðila notkun nótapoka með ásætuvörnum.

Skipulagsstofnun birti ákvörðun um matsskyldu vegna notkunar ásætuvarna þann 31. mars 2022 þar sem niðurstaðan var að framkvæmdin þyrftu ekki í mat. Að mati Skipulagsstofnunar kunna áhrif af notkun koparoxíðs sem ásætuvarnar fyrst og fremst að felast í hugsanlegri uppsöfnun kopars í botnseti sem getur haft skaðleg áhrif á botndýralíf og ástand sjávar á tilteknum svæðum. Styrkur kopars í seti í Dýrafirði hefur mælst á bilinu 39,1 – 53,5 mg/kg, sbr. vöktun á eldissvæðum við Haukadalsbót 2020 og 2021 og Eyrarhlíð 2020 en 63,9 – 77,8 mg/kg við Gemlufall árið 2020. Styrkur undir 70 mg/kg flokkast sem lág eða mjög lág gildi samkvæmt reglugerð um mengun vatns en þar eru sett umhverfismörk fyrir málma í sjávarseti hér við land. Styrkur kopars við Gemlufall er yfir 70 mg/kg og flokkast því sem efri mörk náttúrulegra gilda samkvæmt ofangreindri reglugerð.

Umhverfisstofnun tekur undir álit Skipulagsstofnunar og bendir á að í tillögu að starfsleyfi stofnunarinnar fyrir starfseminni eru ákvæði þess efnis að stofnunin geti einhliða frestað útsetningu seiða, bendi niðurstöður vöktunar til þess að umhverfisaðstæður séu óhagstæðar á eldissvæði og það þarfnist frekari hvíldar. Gerð er krafa um vöktun svæða í starfsleyfi ásamt vöktun á kopar sem útfærð eru í vöktunaráætlun rekstaraðila sem fylgir auglýsingu. Umhverfisstofnun getur endurskoðað heimildina ef vöktun leiðir í ljós að kopar safnis upp á svæðunum samkvæmt vöktunarniðurstöðum.
Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202205-042. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 25. júlí 2022. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við ákvörðun um breytingu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl
Tillaga að breytingu á starsleyfi Arctic Sea Farm hf. í Dýrafirði
Ákvörðun Skipulagsstofnunar vegna matsskyldu
Vöktunaráætlun 
Norrænt BAT