Stöðuskýrsla um fráveitumál fyrir árið 2020 er komin út. Skýrslan byggir á gögnum frá heilbrigðiseftirlitum um allt land og eru frá þeim þéttbýlum sem losa meira en 2.000 pe. sem eru 28 talsins.
Stöðuskýrsla fráveitumála 2020
Breytingar í átt að því að sveitarfélög uppfylli kröfur um hreinsun skólps eru afar hægar. Staðan hefur lítið breyst síðan árið 2014 nema að hreinsistöð hefur tekið til starfa á Akureyri.
Þó eru blikur á lofti um úrbætur eftir að ríkið samþykkti styrkveitingu til sveitarfélaga vegna fráveituframkvæmda. Þá er gert ráð fyrir að styrkur geti numið allt að 20% af heildarkostnaði.
Auk þess verður unnið að því í tengslum við vatnaáætlun að sveitarfélög vinni að úrbótum á hreinsun fráveituvatns og uppfylli ákvæði reglugerðar um fráveitur og skólp.
Umhverfisstofnun gefur út stöðuskýrslu um fráveitumál á Íslandi á tveggja ára fresti.
Mynd: Breytingar í átt að því að sveitarfélögum takist að uppfylla kröfur um hreinsun skólps eru afar hægar.