Stök frétt

Nú eru margir á leiðinni í sumarfrí og ætla ef til vill að fjárfesta í nýjum útivistarvörum, til dæmis útivistarfatnaði, gönguskóm, bakpoka eða tjaldi.  

Veljum útivistarvörur án PFAS efna 

Við mælum eindregið með því að skoða merkingar og vanda valið. Oft leynast svokölluð PFAS efni í útivistarvörum. PFAS eru flúorefni sem eru notuð sem vatnsvörn. 

Það er ekki skylda að merkja sérstaklega vörur sem innihalda PFAS efni en þau eru óæskileg fyrir heilsu okkar og umhverfi.  

Merkingar eins og PFC free, fluorine free eða PTFE free gefa til kynna að vara innihaldi ekki þessi efni.

 

Við getum einnig verið örugg um að forðast efnin með því að kaupa vörur merktar með Svansmerkinu eða Evrópublóminu

Hvað fleira getum við gert? 

PFAS efnin leynast víða í okkar daglega lífi en það er ótrúlega margt sem hægt er að gera til þess að minnka útsetningu sína. Hér eru nokkur dæmi: 

  • Velja umhverfismerktar vörur, t.a.m. merktar Svaninum eða Evrópublóminu 
  • Þrífa hluti fyrir fyrstu notkun  
  • Hugsa sig tvisvar um þegar kemur að því að vatnsverja og skoða hvaða efni eru í vatnsvörninni 
  • Velja potta og pönnur úr keramiki, ryðfríu stáli eða steypujárni í staðinn fyrir viðloðunarfríar (e. non-stick) 
  • Forðast skyndibita sem er vafinn inn í fitufráhrindandi pappír (e. grease-proof paper) 
  • Ryksuga og þurrka af a.m.k. 1 sinni í viku þar sem efnin eiga það til að loða við ryk 

Meira um PFAS efni og hvers vegna við viljum sniðganga þau.

Mynd: PFAS efni finnast oft í útivistarvörum á borð við bakpoka og tjöld / Unsplash.

 

Tengt efni: