Stök frétt

Unnið hefur verið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Hrútey í Blöndu. Hrútey var friðlýst sem fólkvangur árið 1975. 

Gerð áætlunarinnar var í höndum fulltrúa Umhverfisstofnunar og Blönduósbæjar.
Tillaga að áætluninni og aðgerðaáætlun í tengslum við hana hefur nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Hrútey er klettaeyja í miðri Blöndu þar sem áin rennur í gegnum Blönduósbæ og afmarkast fólkvangurinn af ánni. Í eynni er gróskumikill gróður, bæði trjágróður og blómplöntur. Hrútey er vinsæl til útivistar.

Eins og áður segir liggja drög að áætluninni nú frammi til kynningar og er öllum frjálst að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum vegna hennar.

Hér má lesa nánar um Hrútey og skila inn ábendingum.

Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum varðandi tillöguna er til og með 15. ágúst 2022.