Stök frétt

Mynd: Andri Stefánsson, framkvæmdarstjóri ÍSÍ, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Hjördís Sveinsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis / ÍSÍ

Starfsfólk Umhverfisstofnunar sigraði í Hjólað í vinnuna í flokki vinnustaða með 70 til 129 starfsmenn. Keppnin stóð yfir frá 4. – 24. maí 2022.

Alls tóku 87 starfsmenn Umhverfisstofnunar þátt í keppninni í fimm liðum. Þau ferðuðust samtals til og frá vinnu með virkum hætti í 7.645 daga. 

67 vinnustaðir tóku þátt í keppninni í flokki vinnustaða með 70 - 129 starfsmenn.

Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Hjördís Sveinsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis, tóku á móti viðurkenningu frá Hjólað í vinnuna og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands við formlega athöfn í Laugardalnum þann 27. maí sl. 

Nánar um úrslit Hjólað í vinnuna

 

  

 

 

Mynd: Um leið og við gerum okkur gott erum við einnig að gera umhverfinu gott“ sagði Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, við setningu Hjólað í vinnuna 2022 / ÍSÍ.