Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mánudaginn 30. maí 2022 verður formleg opnun á nýjum skrifstofum Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Landgræðslunnar á Skútustöðum í Mývatnssveit.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku,- og loftslagsráðherra, mun opna húsið formlega kl.16:15 og í framhaldi mun nýja rýmið vera opið til skoðunar til kl. 17:30.

Skrifstofurýmið þykir hafa heppnast sérstaklega vel og gefur góða tilfinningu fyrir áframhaldandi uppbyggingu á nýju hlutverki gamla Skútustaðaskóla.

Verið öll velkomin og hlökkum við til að taka á móti sem flestum á mánudaginn.

Viðburðurinn á Facebook