Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mynd: Kristján Ingimarsson

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Laxa Fiskeldis ehf. í utanverðum Reyðarfirði sem byggð á matsskýrslu og álit Skipulagsstofnunar frá 4. janúar 2019. Um er að ræða aukningu í 10.000 tonna lífmassa af laxi í utanverðum Reyðarfirði en núgildandi leyfi tekur til eldis á laxi 3.000 tonna lífmassa á hverjum tíma.

Umhverfisstofnun tók ákvörðun 17. mars 2020 um útgáfu starfsleyfis fyrir 3.000 tonna lífmassa. Breyting þessi varðar aukningu í 10.000 tonna lífmassa. Áhættumat fyrir Reyðarfjörð var endurskoðað með tilliti til mótvægisaðgerða 11. maí 2020. Niðurstaða áhættumatsins breyttist með þeim hætti að rými er fyrir 10.000 tonna eldi í utanverðum Reyðarfirði sem er í samræmi við matsskýrslu og álit Skipulagsstofnunar.

Breytingartillagan felur einnig í sér uppfærslu á tilvísunum í lög og reglugerðir ásamt lagfæringum til samræmis við nýrri starfsleyfi sem gefin eru út af Umhverfisstofnun. Breytingar frá gildandi starfsleyfi eru settar í hornklofa. 

Tillagan hefur áður verið auglýst og leyfið gefið út en fellt úr gildi með úrskurði úrskurðanefndar umhverfis og auðlindamála nr. 119/2020 á grundvelli þess að burðarþol og áhættumat erfðablöndunar væru áætlanir í skilningi þágildandi laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana laga og ættu því að hljóta meðferð samkvæmt þeim. Nú liggur fyrir niðurstaða varðandi umhverfismat áætlana og er tillaga að starfsleyfi því auglýst.

Umhverfisstofnun kallar eftir athugasemdum við breytingartillöguna og skulu þær vera skriflegar og sendar til Umhverfisstofnunar merkt UST202003-608. Frestur til að skila athugasemdum eða umsögnum er til og með 6. júní 2022.

Tengd skjöl: