Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn Spákonufellshöfða 7. apríl nk. kl. 20:00 - 22:00 í Félagsheimilinu Fellsborg, Skagaströnd.

Spákonufellshöfði er vestan við byggðina á Skagaströnd og nær niður að sjó auk þess sem sker úti fyrir höfðanum tilheyra fólkvanginum. Höfðinn er úr stórgerðu stuðlabergsbasalti og er líklega gamall gostappi, sem síðar hefur verið rofinn af jöklum ísaldar. Aðal bergtegundin er gabbró sem myndast við hæga storknun djúpt í jörðu en Höfðinn er í fornri megineldstöð sem var virk fyrir um sjö milljónum ára. Sjófuglar og mófuglar halda til í Höfðanum og á fartíma er nokkuð um umferðarfugla í fjörum, bæði set- og grýttum fjörum. Á svæðinu er strjáll melagróður með algengum tegundum íslenskra plantna og grösugar mýrar. Trjáplöntur hafa verið gróðursettar í klettahlíð sem snýr að byggðinni. Höfðinn er vinsæll til útivistar og víðsýnt er af honum.  

Hér má finna upplýsingar um vinnslu áætlunarinnar, fundargerðir samstarfshóps, verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun.

Fundardagskrá