Samkvæmt niðurstöðum umhverfiskönnunar Gallup 2022 hefur um 80% þjóðarinnar breytt hegðun sinni síðastliðin 5 ár til þess að lágmarka áhrif á umhverfi og loftslagsbreytingar. Flestar breytingarnar eru í takti við aðgerðir úr Saman gegn sóun sem er úrgangsforvarnarstefna umhverfis- orku- og loftslagsráðherra.
Niðurstöðurnar voru kynntar á Umhverfisráðstefnu Gallup í Hörpu þann 22. mars.
Fimm af tíu algengstu breytingunum sem hafa orðið á hegðun fólks koma beint upp úr Saman gegn sóun stefnunni. Þar að auki hafa tvær aðgerðir sterka skírskotun í boðskap verkefnisins.
Þær aðgerðir voru:
Saman gegn sóun hóf göngu sína árið 2016 og gildir til ársins 2027.
Í stefnunni eru níu áhersluflokkar. Þessum flokkum er skipt í tvennt; annars vegar sex flokka sem hver um sig verður í forgangi í tvö ár í senn og hins vegar þrjá flokka sem hentar betur að vinna með til lengri tíma.
Þeir sex flokkar sem hafa nú þegar verið í forgangi í tvö ár í senn eru matvæli, plast, textíll, og árið 2022 tók við áhersla á raftæki, því næst taka grænar byggingar og pappír við keflinu.
Árin 2022-2023 verða raftæki í brennidepli hjá Saman gegn sóun. Það bíða ótal tækifæri til aðgerða fyrir umhverfið þegar kemur að raftækjum. Í kjölfarið verður svo áhugavert að fylgjast með hvort breytingar á hegðun sem tengjast raftækjum verða mælanlegar í umhverfiskönnun Gallup.
Fylgið Saman gegn sóun á Instagram til þess að fá innsýn í raftækjasóun og aðgerðir sem sporna gegn henni.
Tengt efni: