Í dag er haldið upp á alþjóðlegan dag votlendis hjá aðildarríkjum Ramsar-samningsins. Slagorð ársins 2022 er:
Votlendisaðgerðir fyrir fólk og náttúruna (e. Wetlands Action for People and Nature).
Ramsar-samningurinn kom upphaflega til vegna fækkunar í stofnum votlendisfugla og stöðugum ágangi á búsvæði þeirra. Í mörg ár beindist athyglin að verndun votlendissvæða.
Votlendi er miklu meira en bara búsvæði fugla. Á síðustu árum hefur áhugi á öðrum verðmætum votlendissvæða aukist.
Heilbrigt votlendi stuðlar að ólíkum þáttum sem við köllum vistkerfisþjónustu.
Vistkerfisþjónusta er lífsnauðsynleg fyrir okkur mennina. Það er að hluta til virkni vistkerfa sem viðheldur gæðum loftsins sem við öndum að okkur, vatnsins sem við drekkum og auðlindanna sem náttúran færir okkur.
Votlendi virkar eins og stór kolefnisgeymsla þar sem lífræn efni hafa safnast upp yfir langan tíma í miklu magni í jarðveginum. Votlendi er því gríðarlega mikilvægt þegar kemur að loftslagsmálum.
Votlendi hefur mikilvægt útivistargildi. Áhugi fólks á útivist í náttúrunni hefur aukist mikið á síðustu árum.
Á Íslandi eru sex friðlýst svæði skráð sem Ramsarsvæði:
Öll þessi svæði eiga það sameiginlegt að vera að mestu óröskuð votlendissvæði ásamt því að vera mikilvæg búsvæði fuglastofna (yfir 1% ákveðinna stofna).
Í kjölfar breytinga í landbúnaði og með komu stórvirkra vinnuvéla urðu miklar breytingar á nýtingu votlendis. Mikil framræsla mýrlendis hófst á þessu tímabili og var hún styrkt úr opinberum sjóðum. Mýrar voru ræstar fram til túngerðar og til að auka beitiland.
Í sumum landshlutum, t.d. á Suðurlandi milli Markarfljóts og Þjórsár, eru aðeins um 3% votlendis óraskað.
Ýmsar aðrar framkvæmdir en aðgerðir í landbúnaði hafa raskað votlendissvæðum, t.d. vegagerð og sorpurðunarstaðir. Reynt hefur verið að bæta fyrir þá röskun með endurheimt votlendis í samvinnu við framkvæmdaraðila.
Með endurheimt er reynt að færa land í átt til fyrra horfs og skapa lífsskilyrði fyrir fjölbreyttari gróður og dýralíf sem áður ríkti.
Fjöldi einstaklinga hefur einnig lagt til landsvæði til að endurheimta votlendi. Til eru mörg dæmi um allt land þar sem endurheimt votlendis hefur tekist mjög vel og gróður og fuglalíf færst í átt til fyrra horfs.
Ramsar-samningurinn dregur nafn sitt af borginni Ramsar í Íran þar sem hann var samþykktur 2. febrúar 1971. Ramsar-samningurinn er fyrsti samningur sinnar tegundar sem fjallar um vernd og nýtingu ákveðinna búsvæða eða vistkerfa.
Samningurinn tók gildi á Íslandi árið 1978. Þar með skuldbundu Íslendingar sig til að lúta ákvæðum hans, s.s. að:
Slagorð votlendisdagsins í ár er Votlendisaðgerðir fyrir fólk og náttúruna.
Slagorðið undirstrikar að aðgerðir eru nauðsynlegar til að tryggja vernd og sjálfbæra nýtingu votlendis fyrir okkur mannfólkið og heilsu jarðarinnar.
Tengt efni: