Skráning á landvarðanámskeið hefst klukkan 10:00 í dag 3. janúar 2022.
Skráning fer fram í gegnum Gagnagátt Umhverfisstofnunar og hægt að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum hérna.
Á síðunni sem tekur á móti þér eftir innskráningu mun birtast kassi fyrir umsóknina, hægt er að endurhlaða síðuna ef farið er inn of snemma til að sjá þetta birtast eftir klukkan 10:00.
36 sæti eru í boði og kerfið er fyrstur kemur fyrstur fær. Aðrir fara á biðlista og gætu komist inn ef einhverjir af þeim fyrstu hætta við.
Hægt er að lesa meira um námskeiðið.
Uppfært 10:02, fullt er á námskeiðið en skráð er á biðlista.