Stök frétt

Miðvikudaginn 24. nóvember kl. 12:15 fer fram opinn fyrirlestur um umhverfisvænni jól. Sérfræðingar Umhverfisstofnunar fara yfir ýmsar hliðar hátíðahaldanna, hvernig við getum gert þau neysluléttari og um leið gleðilegri fyrir okkur og jörðina. 

Jólin eru hátíð ljóss og friðar en hafa á undanförnum árum orðið hátindur ofneyslu og álags.

Þurfum við allt þetta dót til að halda gleðileg jól? Getum við staldrað við og haldið grænni og um leið innihaldsríkari hátíð?

Í fyrirlestrinum verður fjallað um:

  • Jólamatinn
  • Jólagjafirnar
  • Jólafötin
  • Orkunotkun

Sérfræðingarnir okkar koma með tillögur um hvernig megi gera jólahaldið umhverfisvænna, án þess að bregða frá rótgrónum hefðum.

Í lok fyrirlesturs verður opnað fyrir spurningar.

Fyrirlesturinn flytja þau Ásdís Nína Magnúsdóttir, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Kristín Helga Schiöth og Þorbjörg Sandra Bakke, sérfræðingar í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.

Hluti af stefnu Umhverfisstofnunar er að stuðla að grænu og framsýnu samfélagi. Í því felst m.a. að veita almenningi góð ráð varðandi umhverfisvænan lífstíl.

Ekki missa af áhugaverðum fyrirlestri um umhverfismál á mannamáli!

Viðburðurinn á Facebook

 

Nánar um:

Umhverfisvæn jól og áramót
Grænan lífstíl á graenn.is