Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Ársfundur Svansins fer fram þriðjudaginn 9. nóvember frá kl. 9 – 11 í beinu streymi.

Hlekkur á streymi: www.ust.is/arsfundur-svansins-2021.

Á dagskrá eru fjölbreytt erindi um Svansmerkið frá sjónarhorni neytenda og atvinnulífsins. 

Fjallað verður um vaxtakjör, byggingar, arkitektúr, ferðaþjónustu, heilsu, skaðleg efni, líffræði, vinnustaði, neytendur og margt fleira í tengslum við Svansmerkið. 

Sérstakur gestur er vísindamaðurinn Dr. Fredrik Moberg. Hann rekur samtökin Albaeco sem er ráðgjafaþjónusta um sjálfbæra þróun og þolmörk jarðar, viðnámsþrótt, vistkerfaþjónustu og líffræðilegan fjölbreytileika. Fredrik starfar einnig við rannsóknir hjá Stockholm Resilience Centre við Stokkhólms háskóla. 

Fredrik mun fjalla um „biomimicry“ en það er hvernig líffræðingar vinna með arkitektum, verkfræðingum og hönnuðum til að líkja eftir aðferðum og lausnum náttúrunnar og knýja þannig fram umbreytinguna yfir í sjálfbærari samfélög.

Dagskrá og nánari upplýsingar á heimasíðu Svansins

Facebook viðburður

Meira um Svansmerkið