Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæði í Þjórsárdal. 

Fundurinn fer fram mánudaginn 13. september frá kl. 16:00 – 18:00 í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Dagskrá fundarins: 

Opnun fundar
Hákon Ásgeirsson og Þórdís Björt Sigþórsdóttir

Hvað felst í stjórnunar- og verndaráætlun?
Þórdís Björt Sigþórsdóttir

Hvers vegna stjórnunar- og verndaraáætlun fyrir Þjórsárdal?
Hákon Ásgeirsson

Hópavinna
Menningarminjar
Innviðir (göngustígar, reiðleiðir, hjólaleiðir, þjónusta s.s. salerni o.fl.)
Landnýting (ferðaþjónusta, skógrækt o.fl.)
Umsjón, fræðsla og öryggismál (landvarsla o.fl.)


Þjórsárdalur býr yfir jarðfræðilegri sérstöðu, fágætu, sérstöku og fögru landslagi ásamt sérstökum náttúrufyrirbærum. Sérstaða svæðisins felst einnig í menningarminjum sem vitna til um mannvistir á svæðinu á fyrri tímum. Þá er að finna í dalnum merka sögu varðandi endurheimt birkiskóga og uppgræðslu vikra.
Svæðið er friðlýst sem landslagsverndarsvæði en innan þess eru náttúruvættin Hjálparfoss, Gjáin, Háifoss og Granni. Náttúruvættin eru friðlýst vegna sérkenna, þ.e. jarðfræðilegrar og líffræðilegrar fjölbreytni. Svæði við Rauðukamba og Fossöldu er skilgreint sem svæði með sérreglum vegna viðkvæmni þess. Hið friðlýsta svæði er 58 km2 að stærð.

Hér má finna upplýsingar um vinnslu áætlunarinnar, fundargerðir, bæði samstarfshóps og samráðshópa, ásamt verk- og tímaáætlun