Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Byggðasamlagið Sorpstöð Rangárvallasýslu sendi Umhverfisstofnun erindi þar sem óskað var eftir breytingu á starfsleyfi samlagsins fyrir urðun á Strönd. Var óskað eftir áframhaldandi tímabundinni undanþágu frá kröfu um botnþéttingu, sigvatnssöfnun og hauggassöfnun vegna urðunar á lífrænum úrgangi.

Byggðasamlagið lagði fram uppfært áhættumat vegna breytingarinnar.
Umhverfisstofnun hefur nú unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi byggðasamlagsins í samræmi við erindið. Við breytingu starfsleyfisins voru reglugerðartilvísanir einnig uppfærðar eftir því sem við átti.

Athugasemdir við breytingatillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 1. október 2021. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Breytt starfsleyfi
Áhættumat, Strönd