Stök frétt

Starfsstöðvar ríkisstofnana hafa stigið 174 Græn skref á árinu. Hvert skref inniheldur í kringum 30 til 40 aðgerðir svo að baki þessum árangri liggja á fimmta þúsund umhverfisvænar aðgerðir, bæði stórar og smáar. 

Á meðal umbóta hjá stofnununum má nefna bætta aðstöðu fyrir hjólreiðafólk, mötuneyti sem auka framboð sitt af mat með lægra kolefnisspor, þátttöku í ruslaplokki, breytingu yfir í umhverfisvottaðan klósettpappír og svo mætti lengi telja.

Eftirfarandi stofnanir hafa stigið Græn skref á árinu:  

  • Barnaverndarstofa 
  • Fiskistofa 
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið 
  • Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
  • Fjölbrautaskóli Snæfellinga 
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands 
  • Fjölbrautaskóli Suðurnesja 
  • Fjölbrautaskóli Vesturlands 
  • Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 
  • Framhaldsskólinn á Húsavík 
  • Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 
  • Gljúfrasteinn: hús skáldsins 
  • Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús 
  • Háskóli Íslands 
  • Heilbrigðisstofnun Austurlands 
  • Hugverkastofan 
  • Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 
  • Íslandspóstur 
  • Jafnréttisstofa 
  • Kvikmyndasafn Íslands 
  • Landhelgisgæsla Íslands 
  • Lyfjastofnun 
  • Menntaskólinn á Akureyri 
  • Menntaskólinn á Tröllaskaga 
  • Menntaskólinn í Kópavogi 
  • Menntaskólinn við Hamrahlíð 
  • Menntaskólinn við Sund 
  • Náttúrufræðistofnun Íslands 
  • Náttúruminjasafn Íslands 
  • Samgöngustofa 
  • Skatturinn 
  • Skógræktin 
  • Stofnun Vilhjálms Stefánssonar 
  • Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 
  • Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 
  • Sýslumaðurinn á Vesturlandi 
  • Tryggingastofnun Ríkisins 
  • Umboðsmaður barna 
  • Umboðsmaður skuldara 
  • Utanríkisráðuneytið 
  • Vatnajökulsþjóðgarður 
  • Verkmenntaskólinn á Akureyri 
  • Vinnumálastofnun 
  • Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
  • Þjóðskjalasafn Íslands

Mynd: Þorbjörg Sandra Bakke

174 starfsstöðvar ríkisstofanana hafa hlotið viðurkenningu fyrir að stíga Græn skref á árinu. Mynd: Umhverfisstofnun.

Nánar um Græn skref

Alls hafa um 400 starfsstöðvar hjá ríkinu allt í kringum landið tekið Græn skref. Verkefnið er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar.

Aðgerðum Grænna skrefa er skipt í 7 flokka sem ná yfir helstu umhverfisþætti í venjulegum skrifstofurekstri: Miðlun og stjórnun, innkaup, samgöngur, rafmagn og húshitum, flokkun og minni sóun, viðburðir og fundir, eldhús og kaffistofur. Skref 1-4 innihalda aðgerðir í öllum þessum flokkum en fimmta skrefið tekur á þeim aðgerðum sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi hjá viðkomandi stofnun. 

Sjá nánar á heimasíðu Grænna skrefa.

Umhverfisstofnun óskar öllum stofnunum til hamingju með Grænu skrefin sem þær hafa stigið á árinu.