Stök frétt

Mynd: Veðurstofan

Loftgæðamælingar kl 15 í dag sýna að talsverð hækkun er á styrk á brennisteinsdíoxíði (SO2) og fínu svifryki (PM2.5) í Hvalfirði. Þessi hækkun er af völdum gosmakkar sem fyrir einhverjum dögum barst í vestur í átt að Grænlandi en er núna að koma til baka úr vestri. Á mælistöðinni á Gröf í Hvalfirði mældist kl 15 styrkur upp á 861 µg/m3. Viðbúið að styrkur sé einnig þetta hár á Akranesi og nágrenni.

Þetta er styrkur sem er óhollur fyrir viðkvæma. Ef styrkur er þetta hár ættu viðkvæmir einstaklingar að forðast að vera utandyra og viðbúið er að heilbrigðir einstaklingar geti einnig fundið fyrir einkennum.

Á meðfylgjandi gervitunglamynd frá Veðurstofunni má sjá útbreiðslu gosmakkarins kl 13:37 í gær. Svo virðist vera að þessi mökkur sé að koma til baka yfir landið núna.