Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Íslenska gámafélagið ehf. fyrir spilliefnamóttöku að Kalksléttu 1 á Esjumelum í Reykjavík. Samkvæmt tillögunni er rekstraraðila heimilt að sinna starfseminni í sérútbúnu rými að Koparsléttu 22 þar til aðstaða spilliefnamóttöku að Kalksléttu 1 er tilbúin til notkunar. Starfsleyfistillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að taka á móti að hámarki 1000 tonnum af spilliefnum á ári til undirbúnings til förgunar eða endurnýtingar, t.d. flokkunar, pökkunar, annars frágangs og geymslu.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202103-401, umsagnir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 23. júlí 2021.
Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl: